Innlent

Almenningur getur ekki skipt um raforkusala fyrr en í vor

MYND/Hari

Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar næstkomandi. Þó lítur út fyrir að almenningur geti ekki skipt um raforkusala fyrr en í fyrsta lagi í vor, ef þeir hyggjast gera það á annað borð, vegna tafa á aðlögun erlends viðskiptahugbúnaðar að íslenskum aðstæðum. Þetta kom fram á blaðamannafundi á Hótel Nordica í dag þar sem breytingar á raforkumarkaði voru kynntar. Áhrifa breytinganna gætir hins vegar nú þegar því flest raforkusölufyrirtæki hafa birt gjaldskrár sem gera ráð fyrir lækkun raforkuverðs.

Á fundinum kom einnig fram að almenningi verður gert kleift að áætla á einfaldan hátt útgjöld sín vegna raforkunotkunar og bera saman gjaldskrár raforkusölufyrirtækja með sérútbúinni reiknivél á heimasíðum Orkustofnunar og Neytendastofu. Þá var greint frá því varðandi umsjónarhlutverk Orkustofnunar að stofnunin mun treysta sem mest á fyrirtækin sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×