Skoða þurfi örorkukerfið í heild 2. desember 2005 19:26 MYND/GVA Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið. Lög kveða á um að kjör öryrkja eigi að vera sambærileg við kjör annarra þjóðfélagsþegna. Samkvæmt nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors eru þau þó einungis 45 prósent af meðallaunum á Íslandi. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að Íslendingar eru í hópi þeirra átta OECD-þjóða sem minnstu verja til þessa málaflokks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir alltaf ástæðu til að bæta kjör öryrkja og ríkisstjórnin hafi gert það á undanförnum árum. Í þessum samanburði sem gerður sé í skýrslunni sýnist honum að ekki sé tekinn með tekjutryggingarauki sem bætt hafi verið við árið 2001. Hann hafi svo verið hækkaður sérstaklega árin 2003 og 2004 og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi, hafi kaupmáttur þessara bóta hækkað um 58 prósent frá árinu 1995 en á sama tíma hafi kaupmáttur launa hækkað um 37 prósent. Halldór tekur fram að hann sé ekki að segja að bæturnar séu háar og hann telur fulla ástæðu til að huga að því í framtíðinni að lagfæra þær eins og gert hafi verið áður. Hann hafi fengið þessar upplýsingar og honum finnist samanburðurinn í skýrslunni ekki vera algjörlega raunsær. Halldór Ásgrímsson varspurður um til hvaða aðgerða yrði gripið í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Hann svaraði því tilað stjórnvöld myndu skoða skýrsluna vel og þann samanburð sem hún hefði að geyma. Hann sagði að upplýsingar um aukna skattbyrði öryrkja heldust í hendur við meiri kaupmátt og hærri laun. Á móti kæmu aðgerðir stjórnvalda til að lækka tekjuskatt.Þá sagði hann enn fremur að tekin hefði verið upp sérstök greiðsla til ungra öryrkja árið 2004 sem hefði verið mikil bót. Það væri þó alltaf ástæða til að lagfæra meira. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,segir skýrsluna áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Alls staðar hafi slegiðí bakseglin,bæðihvað varðialþjóðlegan samanburð, skattbyrði og meðaltekjur.Jóhanna telur að skýrsla Stefáns eigi að vera skyldulesning fyrir hvern einasta ráðherra og það sé alveg upplagt fyrir Öryrkjabandalagið að gefa þeim þessa bók í jólagjöf. Hún telji að ef þeir skammist sín ekki fyrir þessa skýrslu þá séu þeir forhertari en hún hafi haldið. Það þurfi að koma af stað aðgerðaráætlun til fimm ára og markmiðið á að vera að færa kjör öryrkja til samræmis við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið. Lög kveða á um að kjör öryrkja eigi að vera sambærileg við kjör annarra þjóðfélagsþegna. Samkvæmt nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors eru þau þó einungis 45 prósent af meðallaunum á Íslandi. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að Íslendingar eru í hópi þeirra átta OECD-þjóða sem minnstu verja til þessa málaflokks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir alltaf ástæðu til að bæta kjör öryrkja og ríkisstjórnin hafi gert það á undanförnum árum. Í þessum samanburði sem gerður sé í skýrslunni sýnist honum að ekki sé tekinn með tekjutryggingarauki sem bætt hafi verið við árið 2001. Hann hafi svo verið hækkaður sérstaklega árin 2003 og 2004 og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi, hafi kaupmáttur þessara bóta hækkað um 58 prósent frá árinu 1995 en á sama tíma hafi kaupmáttur launa hækkað um 37 prósent. Halldór tekur fram að hann sé ekki að segja að bæturnar séu háar og hann telur fulla ástæðu til að huga að því í framtíðinni að lagfæra þær eins og gert hafi verið áður. Hann hafi fengið þessar upplýsingar og honum finnist samanburðurinn í skýrslunni ekki vera algjörlega raunsær. Halldór Ásgrímsson varspurður um til hvaða aðgerða yrði gripið í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Hann svaraði því tilað stjórnvöld myndu skoða skýrsluna vel og þann samanburð sem hún hefði að geyma. Hann sagði að upplýsingar um aukna skattbyrði öryrkja heldust í hendur við meiri kaupmátt og hærri laun. Á móti kæmu aðgerðir stjórnvalda til að lækka tekjuskatt.Þá sagði hann enn fremur að tekin hefði verið upp sérstök greiðsla til ungra öryrkja árið 2004 sem hefði verið mikil bót. Það væri þó alltaf ástæða til að lagfæra meira. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,segir skýrsluna áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Alls staðar hafi slegiðí bakseglin,bæðihvað varðialþjóðlegan samanburð, skattbyrði og meðaltekjur.Jóhanna telur að skýrsla Stefáns eigi að vera skyldulesning fyrir hvern einasta ráðherra og það sé alveg upplagt fyrir Öryrkjabandalagið að gefa þeim þessa bók í jólagjöf. Hún telji að ef þeir skammist sín ekki fyrir þessa skýrslu þá séu þeir forhertari en hún hafi haldið. Það þurfi að koma af stað aðgerðaráætlun til fimm ára og markmiðið á að vera að færa kjör öryrkja til samræmis við það sem gerist hjá öðrum þjóðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira