Erlent

Ók á 250 km hraða en sleppur

Þýskur methafi í hraðakstri verður huldumaður enn um sinn eftir að þýska lögreglan gafst upp á að hafa hendur í hári hans. Maðurinn náðist á myndband þar sem hann ók á 250 kílómetra á hraða á klukkustund á vélhjóli rétt fyrir utan Berlín. Ekki er unnt að rekja númerið á hjólinu því þýsk vélhjól hafa ekki númeraplötur að framan. Þetta veldur því að þýskir bifreiðaeigendur sem stíga of fast á bensíngjöfina þurfa oftar en ekki að taka upp veskið þegar lögreglan nær þeim á myndband en vélhjólaeigendurnir sleppa án refsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×