Innlent

Varað við ferðalögum

Vegagerðin varar fólk við því að vera á ferð á Möðrudalsöræfum. Þar er hvasst og flughált þannig að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Flughált er víða um land og því ástæða til að hafa aðgát þegar fólk er á ferð.

Flughált er á Ströndum, á milli Hofsós og Siglufjarðar, á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Mýrdalssandi. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur víða á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn. Öxi er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×