San Antonio 4 - Seattle 2 20. maí 2005 00:01 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig. NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig.
NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira