Erlent

Bandaríkjaher frá Úsbekistan

Bandaríski herinn mun leggja herstöð sína í Úsbekistan niður fyrir lok þessa árs, að því er erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá í gær. Herstöðin hefur þjónað hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna í Afganistan. Stjórnvöld í Úsbekistan fóru fram á brottflutninginn en samskipti þeirra við Bandaríkin og önnur Vesturlönd hafa verið mjög stirð eftir harkalegar aðgerðir Úsbekistanstjórnar gegn stjórnarandstöðunni þar í landi, einkum og sér í lagi blóðbað er lögregla skaut á mótmælendur í Andijan í austurhluta landsins í maí.  Búist er við því að Bandaríkjamenn efli herstöð sína í nágrannalýðveldinu Kirgisistan eftir brottförina frá Úsbekistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×