Erlent

Blátt bann við hjalinu

Stjórnendur Calderdale Royal-sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa sett bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins. Bannið er hluti af nýjum starfsreglum þar sem kveðið er á um að starfsfólk komi fram við sjúklinga af fullri virðingu, þar á meðal nýfædd börn, samkvæmt fréttavef BBC. Samtök um velferð barna hafa hins vegar lagst gegn banninu og segja mæðurnar fullfærar um að ákveða hverjir fái að skoða börnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×