Erlent

Eldflaugum skotið frá Gasa

Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasasvæðinu í dag og lentu þær nærri ísraelskum bæjum við landamæri Ísraels og Gasastrandarinnar án þess að valda mann- eða eignatjóni. Ekki er ljóst hver eða hverjir skutu flaugunum en Hamas-samtökin í Palestínu lofuðu á dögunum að hætta slíkum árásum í kjölfar þess að Ísraelar svöruðu þeim með loftárásum. Þá lýstu herskáu samtökin Íslamska jihad því yfir í dag að þau og nokkrir aðrir hópar myndu ekki standa fyrir árásum frá Gasa, en fyrr í þessum mánuði yfirgáfu Ísraelar svæðið eftir tælpega fjögurra áratuga hernám.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×