Sport

Jets sigraði Chargers

New York Jets stal senunni á laugardag þegar fyrstu leikirnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar fóru fram. Jets gerði sér lítið fyrir og sigraði San Diego Chargers á útivelli, 20-17, í framlengdum leik. Doug Brien sparkaði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin voru sérstakt áfall fyrir Marty Schottenheimer, þjálfara Chargers, en hann hefur lengi staðið í eldlínunni en aðeins einu sinni unnið leik í úrslitakeppninni. Það var árið 1993 og hann hefur tapað fimm sinnum í röð síðan þá. "Ég veit hvernig árangur minn í úrslitakeppninni er. Það er búið að greina ansi oft frá því," sagði gamla brýnið súr á svip eftir leikinn. Hann státar engu að síður af nafnbótinni þjálfari ársins enda náði hann ótrúlegum árangrimeð Chargers í vetur en ekki var búist við miklu af liðinu fyrir tímabilið. Hinn leikur laugardagsins var viðureign Seattle Seahawks og St. Louis Rams í Seattle. Þar var einnig útisigur en Rams vann leikinn nokkið örugglega, 27-20. Marc Bulger, leikstjórnandi Rams, fór á kostum í leiknum og lagði grunninn að sigri sinna manna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×