Vilja síður múslima sem nágranna 19. ágúst 2005 00:01 Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?" Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?"
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira