Vilja síður múslima sem nágranna 19. ágúst 2005 00:01 Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?" Fréttir Innlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?"
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira