Innlent

Dæmdur í 22 mánaða fangelsi

Hæstiréttur Íslands mildaði dóm héraðsdóms yfir Herði Má í gær.
Hæstiréttur Íslands mildaði dóm héraðsdóms yfir Herði Má í gær.

Hæstréttur mildaði í gær tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Herði Má Lúthers­syni um tvo mánuði. Hann skal sæta fangelsi í 22 mánuði fyrir brot sín, en það eru áfengis- og fíkniefnabrot, ýmis umferðarlagabrot ásamt brotum á vopnalögum.

Við húsleit hjá Herði fannst svokölluð litkúlubyssa, en Hörður hefur ekki skotvopnaleyfi. Hörður bar við að byssan væri ónýt. Hann hafði ítrekað verið gómaður með fíkniefni og oftsinnis ekið réttindalaus undir áhrifum slíkra efna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×