Innlent

Dómar verða birtir á netinu

Stefnt er að því að ný sam­eiginleg heimasíða héraðs­dóm­stólanna komist í gagnið 20. febrúar næstkomandi. Dómar verða birtir á nýjum vef Dómstólaráðs en fram til þessa hafa bara Hæstiréttur og Héraðs­dómur Norðurlands eystra gert það.

Freyr Ófeigsson, dómstjóri á Norður­landi eystra, segir stefnt að opnun nýja vefsins í febrúar. En ég hef nú heyrt svona dagsetningum fleygt alveg síðan við opnuðum fyrir átta ár­um, bætir hann við. En ég veit ekki betur en þetta sé allt á loka­stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×