Sport

Burnley - Liverpool frestað?

Framkvæmdarstjóri Burnley, Steve Cotterill, óttast að leikur liðs hans við stórlið Liverpool í FA bikarkeppninni annað kvöld verið frestað, en The Turf Moor, heimavöllur Burnley, er gegnsósa eftir miklar rigningar að undanförnu. "Völlurinn verður tilbúinn ef veðrið helst þurrt," útskýrði Cotterill í samtalið við SkySports í dag. "Þetta er í höndum æðri máttarvalda núna, en því miður þá er viðurspáin ekki hagstæð." Cotterill er mjög spenntur fyrir heimsókn Rafa Benitez og lærisveina hans. "Við erum uppi með okkur yfir því að fá jafn frábært lið og Liverpool í heimsókn," sagði hann. "Því miður fá stuðningsmenn þeirra þann hluta stúkunar þar sem hljóð magnast mikið, þannig að okkar stuðningsmenn þurfa að syngja duglega og láta vel í sér heyra."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×