Sport

Gravesen til Real Madrid?

John Sivebaek, umboðsmaður hins danska leikmanns Everton, Thomas Gravesen, segir að Real Madrid hafi mikinn áhuga á Dananum snjalla sem hefur átt magnaða leiktíð og vakið áhuga stóru liðanna í Evrópu, en kappinn er samningslaus í sumar. "Já, það hringdi í okkur maður frá Real Madrid," sagði Sivebaek í samtali við Onside.dk í dag. "Þeir sögðust hafa áhuga á Graveson og að þeir myndu tala aftur við mig. Við erum í raun bara að bíða eftir því. Það er samt ennþá möguleiki að hann muni framlengja við Everton. Ég get ekki nefnt nöfn, en lið frá Englandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Spáni hafa öll verið í sambandi við mig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×