Sport

Diouf í munnvatnsvandamálum

El-Hadji Diouf, framherji Bolton, á í vandræðum með offramleiðslu á munnvatni um þessar mundir. Kappinn fékk þriggja leikja bann í nóvember sl. fyrir að hrækja í átt að Arjan de Zeeuw hjá Portsmouth í viðureign liðanna tveggja. Þá var kappinn staðinn að sams konar gauragangi í leik við Birmingham á þriðjudaginn var. Diouf vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið. "Ég tala ekki ensku, aðeins frönsku," sagði Diouf um málið. Þess má geta að áhangandi Middlesbrough sakaði Diouf um að hrækja á sig á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×