Sport

Chelsea vinnur ekki allt

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur ekki miklar líkur á að lið sitt nái fjórum titlum á þessari leiktíð. Chelsea situr í efsta deildarinnar, sjö stigum á undan Arsenal og er komið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, undanúrslit í Carling bikarnum auk þess liðið er enn í ensku bikarkeppninni. "Við viljum vinna eitthverja titla en ég held að það sé ómögulegt að landa þeim öllum," sagði Mourinho. "Að vinna ensku deildina eða Meistaradeildina er aðalmarkmiðið en við sláum ekki hendinni á móti neinum titli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×