Innlent

Þrjú svæði rannsökuð

Fulltrúar Fjárfestingarstofu, Alcoa, Skagafjarðar, Húsavíkurbæjar og Akureyrar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, hafa komist að samkomulagi um að ákvörðun um staðsetningu hugsanlegs álvers á Norðurlandi liggi fyrir eigi síðar en 1. mars á næsta ári. Í samkomulaginu felst að fram að þeim tíma verður unnið að staðarvalsrannsóknum við Húsavík, í Eyjafirði og í Skagafirði en jafnframt á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir frekari úrvinnslu áls á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×