Innlent

Prófkjör hefst í dag í borginni

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefst í dag og er búist við mikilli þátttöku.

Öllum félagsbundnum sjálfstæðismönnum í Reykjavík, sem náð hafa 16 ára aldri, er heimilt að greiða atkvæði. Sömuleiðis eiga stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar, rétt til þátttöku í prófkjörinu.

Í dag er einungis kosið í Valhöll en á morgun verður kosið á sjö stöðum í borginni. Fréttablaðið birtir í dag viðtöl við þá sem takast á um efsta sæti listans, þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Gísla Martein Baldursson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×