Sharon skar á tengsl við Abbas 15. janúar 2005 00:01 Kringumstæður embættistöku Mahmoud Abbas hefðu varla getað verið erfiðari fyrir þennan nýja forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Skömmu áður en Abbas sór embættiseið klipptu Ísraelar á öll tengsl við hann uns hann hefði ráðið niðurlögum palestínskra vígamanna, tugir manna sögðu sig úr kosningastjórn vegna deilna um framkvæmd kosninganna sem hann vann og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Aukin bjartsýni á frið í Mið-Austurlöndum, sem farið var að gæta eftir að ljóst varð Abbas yrði næsti leiðtogi Palestínumanna, er farin að dofna í kjölfar ofbeldis sem hefur kostað níu Palestínumenn og sex ísraelska verkamenn lífið síðustu daga. Þá særðist sjö ára ísraelskur drengur alvarlega, missti annan handlegginn, þegar hann varð fyrir sprengju sem palestínskir vígamenn skutu að ísraelskri landnemabyggð á Gaza í gær. Tíu Palestínumenn særðust í aðgerðum Ísraela í gær, þeirra á meðal fjögur börn, tvö þeirra lífshættulega. Abbas rétti út sáttahönd til Ísraela í ræðu sem hann hélt við embættistökuna. "Við sækjumst eftir gagnkvæmu vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring ofbeldis," sagði hann og fordæmdi allt ofbeldi, Ísraela og Palestínumanna. Hann sagði það liggja fyrir Ísraelum og Palestínumönnum að lifa hlið við hlið og deila landsvæði. Abbas sagði Palestínumenn reiðubúna að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt vegvísinum til friðar sem kveður á um að herskáar hreyfingar hætti árásum á Ísraela. Hann er þó ekki reiðubúinn að þvinga þær til þess og sjá til þess að þær afvopnist heldur vill hann semja við þær um að þær láti af árásum. 46 meðlimir palestínsku kjörstjórnarinnar sögðu af sér í gær og báru því við að kosningastjórar Abbas hefðu þvingað þá til að breyta framkvæmd forsetakosninganna meðan á þeim stóð. Skotið var á húsið þar sem kjörstjórnin fundaði meðan kosningar stóðu yfir 9. janúar og báru meðlimir kjörstjórnarinnar kennsl á einn byssumannanna sem meðlim palestínsku leyniþjónustunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Kringumstæður embættistöku Mahmoud Abbas hefðu varla getað verið erfiðari fyrir þennan nýja forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Skömmu áður en Abbas sór embættiseið klipptu Ísraelar á öll tengsl við hann uns hann hefði ráðið niðurlögum palestínskra vígamanna, tugir manna sögðu sig úr kosningastjórn vegna deilna um framkvæmd kosninganna sem hann vann og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Aukin bjartsýni á frið í Mið-Austurlöndum, sem farið var að gæta eftir að ljóst varð Abbas yrði næsti leiðtogi Palestínumanna, er farin að dofna í kjölfar ofbeldis sem hefur kostað níu Palestínumenn og sex ísraelska verkamenn lífið síðustu daga. Þá særðist sjö ára ísraelskur drengur alvarlega, missti annan handlegginn, þegar hann varð fyrir sprengju sem palestínskir vígamenn skutu að ísraelskri landnemabyggð á Gaza í gær. Tíu Palestínumenn særðust í aðgerðum Ísraela í gær, þeirra á meðal fjögur börn, tvö þeirra lífshættulega. Abbas rétti út sáttahönd til Ísraela í ræðu sem hann hélt við embættistökuna. "Við sækjumst eftir gagnkvæmu vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring ofbeldis," sagði hann og fordæmdi allt ofbeldi, Ísraela og Palestínumanna. Hann sagði það liggja fyrir Ísraelum og Palestínumönnum að lifa hlið við hlið og deila landsvæði. Abbas sagði Palestínumenn reiðubúna að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt vegvísinum til friðar sem kveður á um að herskáar hreyfingar hætti árásum á Ísraela. Hann er þó ekki reiðubúinn að þvinga þær til þess og sjá til þess að þær afvopnist heldur vill hann semja við þær um að þær láti af árásum. 46 meðlimir palestínsku kjörstjórnarinnar sögðu af sér í gær og báru því við að kosningastjórar Abbas hefðu þvingað þá til að breyta framkvæmd forsetakosninganna meðan á þeim stóð. Skotið var á húsið þar sem kjörstjórnin fundaði meðan kosningar stóðu yfir 9. janúar og báru meðlimir kjörstjórnarinnar kennsl á einn byssumannanna sem meðlim palestínsku leyniþjónustunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira