Rökstuddur grunur um áfengisneyslu 16. september 2005 00:01 Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira