Erlent

Lést eftir að hafa kysst kærasta sinn

Fimmtán ára kanadísk stúlka lést eftir að hafa kysst kærasta sinn. Stúlkan var með ofnæmi fyrir hnetum en kærasti hennar hafði borðað samloku með hnetusmjöri nokkrum klukkustundum áður en þau kysstust.

Stúlkan hneig niður eftir kossinn og sjúkraliðar sem voru kallaðir á vettvang gátu ekki hjálpað henni að sögn Sky fréttastöðvarinnar þrátt fyrir að sprauta adrenalíni í líkama hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×