Erlent

Bretum blöskrar óhollustan

Bretum blöskrar óhollustan í grunnskólum landsins og vilja hamborgara og pítsur burt úr mötuneytunum með lögum hið snarasta. Sælgæti, snakk og gos í skólastofunni mun einnig heyra sögunni til Breskir sjónvarpsáhorfendur fengu vægt sjokk þegar sjónvarpskokkurinn án klæða, Jamie Oliver, sýndi í þætti sínum fyrr á árinu hverskonar matur er í boði í skólamötuneytum þar í landi. Í kjölfarið tók menntamálaráðherra málið upp á sína arma, og setti strangar reglur um það sem má selja í breskum skólum. Burt með hamborgara, pitsur og feitar pylsur úr mötuneytunum, og í sjálfsala verður sett mjólk, vatn og ferskir ávextir. Bannið tekur gildi 1. september á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×