Erlent

Kjósa um friðarsamkomulag

Um 120.000 manns létust í uppreisninni, sem hófst árið 1992. Yfir 18 milljónir manna hafa kosningarrétt í Alsír, en heildarfjöldi landsmanna eru tæpar 33 milljónir. Þjóðin var einfaldlega spurð hvort hún samþykkti friðarsamkomulagið eður ei. Forseti Alsír, Abdelaziz Bouteflika, segir friðarsamkomulagið geta læknað þau sár sem uppreisnin olli, en það myndi til dæmis enda mál margra íslamstrúarmanna sem rekin eru fyrir rétti nú, meðal annars gegn þeim sem lögðu niður vopn og öðrum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Þessi hluti samkomulagsins nær ekki til þeirra sem grunaðir eru um fjöldamorð, nauðganir eða sprengjuárásir á almannafæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×