Erlent

Mæla með viðræðum við Serba

Sendimenn á vegum Evrópusambandsins gáfu í dag grænt ljós á að hefja undirbúningsviðræður við Serba og Svarfellinga um inngöngu þeirra í sambandið. Áður en viðræðurnar hefjast verða þó utanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna að samþykkja þær en búist er við að þeir geri það á mánudaginn, en þá verða hér um bil liðin fimm ár frá því að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var komið frá völdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×