Erlent

Innflytjendur látast við girðingu

Í það minnsta tveir létust þegar um 600 ólöglegir innflytjendur reyndu að brjóta sér leið inn í Ceuta, spánskt landsvæði á Miðjarðarhafsströnd Norður-Afríku. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera og spænskir fjölmiðlar segja allt að sex hafa látist í troðningi og af völdum skotsára en það hefur ekki fengist staðfest. Fólkið reyndi að komast yfir rammgerðar vírgirðingar sem loka héraðið af. Nokkuð hefur verið um það síðustu daga að fjölmennir hópar ólöglegra innflytjenda reyni að fara yfir vírgirðingarnar í von um að landamæraverðir fái ekki við neitt ráðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×