Erlent

Komu að frelsun breskra hermanna

Danskir hermenn komu að umdeildri árás breska hersins á lögreglustöð í bænum Basra í Írak í síðustu viku þar sem tveir breskir hermenn voru frelsaðir. Þetta staðfestir Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, við danska blaðið Information. Hermennirnir tveir sem frelsaðir voru er taldir hafa verið sérsveitarmenn eða njósnarar en þeir höfðu verið handteknir fyrir að hafa skotið írakskan lögreglumann til bana og sært annan. Í kjölfar þess að þeir voru frelsaðir mótmæltu íbúar Basra harkalega og létust fjórir og 44 særðust í átökum tengdum mótmælunum. Greint er frá því í Information að utanríkismálanefnd danska þingsins hafi farið fram á það við ráðherrann að hann geri grein fyrir þætti dönsku hermannanna í árásinni, en hún leiddi til þess að yfirvöld í Basra hættu allri samvinnu við breska herinn í borginni. Ekki liggur ljóst fyrir hvert hlutverk dönsku hermannanna var í árásinni en Information hefur eftir heimildarmönnum sínum að þeir hafi ekki ráðist inn í lögreglustöðina heldur veitt stuðning og lokað svæðið af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×