Erlent

Huntley dæmdur í 40 ára fangelsi

Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt Ian Huntley í fjörutíu ára fangelsi fyrir morðið á hinum tíu ára gömlu Jessicu Chapman og Holly Wells. Stúlkurnar hurfu haustið 2002, en illa farin líkin af þeim fundust í skóglendi hálfum mánuði síðar. Fyrrverandi unnusta Huntleys, Maxine Carr, hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm fyrir að tefja rannsókn málsins. Hún var látin laus í fyrra og fer nú huldu höfði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×