Erlent

HIV-veiran hugsanlega að veikjast

Hugsanlegt er að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, sé að veikjast þannig að hún fjölgi sér hægar og sé viðkvæmari fyrir lyfjum. Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna í Antwerpen í Belgíu sem birtar voru nýlega í tímaritinu Aids. Hingað til hefur það verið talið að HIV-veiran styrktist eftir því sem hún bærist á milli manna en samkvæmt þessum nýju rannsóknum virðist hið gagnstæða vera rétt. Vísindamenn og læknar minna þó á að enn sé lífshættulegt að smitast af HIV-veirunni og að breytingarnar á veirunni, þannig að hún verði ekki eins skaðleg mönnum, taki margar kynslóðir, ef niðurstöðurnar nýju eru á annað borð réttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×