Erlent

Yfir 60 taldir með fuglaflensu

Ríflega sextíu manns eru nú taldir hafa smitast af fuglaflensu í Indónesíu að undanförnu að því er yfirvöld í landinu greindu frá í dag. Ekki er þó búið að staðfesta að allt fólkið sé með veikina, sem getur verið banvæn, en þegar hafa fimm manns látist af völdum hennar í Indónesíu frá því í júlí. Alls hafa 65 látist af völdum fuglaflensu í Asíu á síðustu tveimur árum, en sérfræðingar óttast að hún verði að faraldri ef hún fer að berast á milli manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×