Erlent

Öldungi fleygt út af þingi

Skipuleggjendur ársþings Verkamannaflokksins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir of harkaleg viðbrögð eftir að 82 ára gömlum flokksmanni var hent út af þinginu fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Straw var að verja innrásina í Írak þegar öldungurinn Walter Wolfgang greip frammi í fyrir honum og sagði orð hans kjaftæði. Skipti þá engum togum að tveir fílelfdir öryggisverðir æddu til Wolfgangs og hugðust fleygja honum á dyr en Wolfgang kaus fremur að ganga sjálfur út, þó í fylgd öryggisvarðanna. Wolfgang hefur nú verið beðinn afsökunar á þessum harkalegu viðbrögðum og fær hann að sitja lokadag þingsins sem er í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×