Erlent

Stúlku bjargað úr jarðskjálftarúst

Björgunarliðsmönnum tókst í gær að bjarga fimm ára gamalli stúlku úr rústum heimilis hennar, sem hrundi í jarðskjálftanum í Pakistan síðastliðinn laugardag. Stúlkan var með meðvitund og bað um vatn að drekka. Móðir stúlkunnar og tvær systur lifðu jarðskjálftann af en faðirinn og tvær aðrar systur fórust. Móðirin hafði gefið upp vonina um að hún fyndist á lífi. Tugþúsundir manna fórust í jarðskjálftanum, aðallega í pakistanska hluta Kasmír-héraðs. Þótt vel gangi nú að flytja hjálpargögn á hamfarasvæðið hefur ekki reynst unnt að koma neyðaraðstoð til margra afskekktari staða, enda eru vegir illa farnir og samgöngur almennt erfiðar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×