Erlent

Kínverjar á sporbraut

Geimflaug með tvo kínverska geimfara innanborðs var skotið á loft frá herstöð í Norðvestur-Kína í fyrrinótt. Þetta er í annað sinn í sögunni sem geimferðaáætlun Kínverja skilar mönnuðu fari út í geim. Fyrsta slíka geimskotið átti sér stað fyrir tveimur árum. Leiðangurinn, sem fregnir herma að muni standa í allt að fimm daga, endurspeglar metnað kínversku kommúnistastjórnarinnar til að gera Kína gildandi sem stórveldi og sýna umheiminum hvers það er megnugt. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×