Erlent

Annar jarðskjálfti í Pakistan

Jarðskjálfti sem ældist fimm á Richter reið yfir suðvesturhluta Pakistan í gær, fjórum dögum eftir jarðskjálftann á laugardag. Enginn slasaðist í skjálftanum en sá fyrr varð að minnsta kosti 40 þúsund manns að bana og er búist við að talan fari enn hækkandi. Hjálpargögn berast hvaðanæfa að úr heiminum en erfiðlega hefur gengið að koma þeim á áfangastaði vegna mikilla eyðilegginga á vegum og brúm. Atlantshafsbandalagið hefur þó ákveðið að senda vélar frá öllum aðilarríkjum með hjálpargögn beint á hamfarasvæðin. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar fjögurra ára drengur fannst á lífi í rústum eins hússins í bænum Balakot í norðurhluta Pakistan í gær. Drengurinn hafði legið í rústunum síðan á laugardag eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir landið. Alls tók það björgunarmenn þrjá tíma að grafa drenginn upp og var hann fluttur á spítala til skoðunar þar sem gert var að sárum hans. Drengnum heilsast þó vel. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×