Innlent

Farfuglar streyma til landsins

Farfuglarnir eru farnir að streyma til landsins, fuglaáhugamönnum og öðrum landsmönnum til óblandinnar ánægju. Venjulega eru það íbúar á Suðausturlandi sem fyrstir sjá þá. Á heimasíðu fuglaáhugamanna á Höfn í Hornafirði kemur fram að skúfandarsteggur sást í gær í höfninni og einnig um 30 sílamáfar. Þar er einnig greint frá því að skógarþrestir séu mættir á Ísafjörð. Í Fljótshlíð hafi skógarþröstum fjölgað, álftarhópar sjást þar fljúga yfir og 10 tjaldar sáust einnig í Fljótshlíð í gær en tjaldurinn er orðinn áberandi víða. Þá sáust kjóar í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Fyrstu fréttir af lóunni bárust fyrir fjórum dögum en búast má við að henni fjölgi mjög á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×