Erlent

Sirleaf lýst sigurvegari í forsetakosningum í Líberíu

Ellen Johnson-Sirleaf varð í dag fyrsta konan sem kjörin er þjóðarleiðtogi í Afríkuríki þegar kjörstjórn í Líberíu lýsti hana sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru 8. nóvember síðastliðinn. Sirleaf, sem var áður fjármálráðherra landsins og er menntaður hagfræðingur, bar sigurorð að fyrrverandi knattspyrnuhetjunni George Weah sem hefur haldið því fram að svindlað hafi verið í kosningunum. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa hins vegar hafnað þessum fullyrðingum, en þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu eftir að 14 ára borgarastyrjöld lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×