Erlent

Vopnaðir menn drápu feðga í Bagdad

Vopnaðir menn í einkennisbúningi íraskra hermanna skutu og drápu í nótt sjötugan súnníta og þrjá syni hans á heimili þeirra í Bagdad. Konurnar á heimilinu voru látnar í friði. Talsmaður íraska varnarmálaráðuneytisins lýsti því yfir í morgun að herinn hefði engan hlut átt að máli. Að sögn ættingja mannanna umkringdu um 40 einkennisklæddir menn húsið og réðust síðan til athlögu með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×