Erlent

Barir lengur opnir á Bretlandi frá miðnætti

MYND/Teitur

Ný lög um afgreiðslutíma vínveitingastaða í Bretlandi taka gildi á miðnætti í kvöld en þá verður eigendum staðanna leyft að hafa opið allan sólarhringinn kjósi þeir það. Hingað til hafa barir aðeins mátt vera opnir til klukkan 11 en frá og með morgundeginum geta bjórþyrstir Bretar setið lengur að sumbli á fjölmörgum stöðum. Um þriðjungur vínveitingastaða í landinu, eða um 60 þúsund staðir, hefur þegar sótt um leyfi til að hafa opið lengur opið, flestir einum til þremur tímum lengur, en aðeins tæplega 360 barir hafa fengið leyfi til að hafa opið allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×