Erlent

Sífellt fleiri rottur ónæmar fyrir eitri í Danmörku

MYND/Reuters

Æ fleiri rottur í Danmörku eru verða ónæmar fyrir þeim eiturefnum sem notuð hafa verið til að drepa þær. Greint er frá því í Politiken í dag að stórum hluta landsins hafi meindýraeyðar fundið rottur sem þola vel þrjú af sex eiturefnum sem finnast á markaðnum. Þá hefur þeim Dönum sem smitast hafa af alvarlegum sjúkdómum frá rottum fjölgað um helming á einu ári, en rottur geta borið með sér yfir 50 sjúkdóma sem hafa áhrif á menn. Tilkynningum um rottur hefur fjölgað um fjörutíu þúsund síðustu tíu ár sem jafngildir því tilkynnt sé um rottu á fjögurra mínútna fresti allt árið um kring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×