Erlent

Kosningum slegið á frest

Yfirvöld á Haítí hafa ákveðið að fresta forsetakosningum í landinu, sem fram áttu að fara frá desemberlokum, til loka janúar. Stjórnarskrá landsins kveður á um að nýr forseti skuli settur í embætti ekki síðar en 7. febrúar á næsta ári og því er lítill tími til stefnu.

Mikill órói er enn í landinu og friðargæsluliðum gengur illa að stöðva ofbeldi, morð og limlestingar sem eru daglegt brauð í fátækari hverfum borga landsins. Er það meginástæða þess að kosningunum er frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×