Erlent

Merkel tekin við völdum

Angela Merkel, nýr kanslari Þýskalands, er hér á fyrsta ríkisstjórnarfundinum með Franz Müntefering varakanslara, til vinstri, og starfsmannastjóranum Thomas de Maiziere.
Angela Merkel, nýr kanslari Þýskalands, er hér á fyrsta ríkisstjórnarfundinum með Franz Müntefering varakanslara, til vinstri, og starfsmannastjóranum Thomas de Maiziere. MYND/AP

Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, er tekin við embætti kanslara Þýskalands af Gerard Schröder. Hún er áttundi kanslari Þýskalands frá stríðslokum og fyrsta konan sem gegnir embætti þessu. Þýska þingið, Bundestag, valdi hana með 397 atkvæðum af 614. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna tók formlega við af stjórn Jafnaðarmanna og Græningja síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×