Erlent

Áfengið áfram í ríkiseinokun

Systembolaget, sænska áfengiseinkasalan, ætlar að berjast fyrir því að ríkiseinokuninni á áfengisölu verði haldið áfram þar í landi. Formælandi Systembolaget segir það ekki vera ætlun Svía að segja öðrum þjóðum hvernig fara eigi með áfengi, heldur að fá Evrópusambandsþjóðir til að sætta sig við þær leiðir sem Svíar fari í þeim efnum.

Evrópusambandið hefur lagt hart að stjórnvöldum í Svíþjóð að breyta fyrirkomulagi við sölu áfengis þar í landi en mikill meirihluti Svía er fylgjandi því að áfengi sé selt í verslunum á vegum ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×