Erlent

Vildi sprengja upp al-Jazeera

Íhugaði árás. Bandarísku ríkisstjórninni gremst gagnrýninn fréttaflutningur al-Jazeera.
Íhugaði árás. Bandarísku ríkisstjórninni gremst gagnrýninn fréttaflutningur al-Jazeera.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuð­stöðvar al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar þegar umsátrið um borgina Falluja í Írak stóð sem hæst haustið 2004.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fékk hann hins vegar ofan af því á fundi þeirra í Washington. Breska blaðið Daily Mirror kveðst hafa leyniskjöl undir höndum sem sanni þetta.

Peter Kilfoyle, þingmaður Verkamannaflokksins og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur skorað á ríkisstjórnina að upplýsa um málið. Talsmenn stöðvarinnar hafa sömuleiðis farið fram á skýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×