Innlent

Hér og nú komið upp að Séð og heyrt

Ef horft er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem öll dagblöð eru með dreifingu, sýnir ný fjölmiðlakönnun Gallup enn yfirburðastöðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið er með 70,7 prósenta meðallestur á tölublað í könnunarvikunni, 23. til 29. októ­ber, en var í fyrri könnun með 72,2 prósent. Lestur Morgunblaðsins mælist 51 prósent, var 55,4 prósent og lestur Blaðsins mælist 39,7 prósent, var 46,7 prósent.

Dagblaðið bætir sig hins vegar um tæp tvö prósentustig milli mánaða, var með 16,8 prósenta lestur en er nú með 18,7 prósent. Nokkur frídreifing var á blöðunum í könnunarvikunni. Að venju algjör bæði á Fréttablaðinu og Blaðinu, en frídreifing Morgunblaðsins nam 5,8 prósentum og Dagblaðsins 8,7 prósentum. Athygli vekur árangur tímaritsins Hér og nú, sem í sinni ­fyrstu­ könnun mælist með 20 prósenta lestur. Tímaritið Séð og heyrt er með 22,9 prósent, en bæði höfða til svipaðs markhóps með efnisvali sínu.

Mestan lestur tímarita hefur hins vegar Birta, sem dreift er með Fréttablaðinu, 52,6 prósent og bætir sig um nálægt því fimm prósentustig frá síðustu könnun. Á hæla Birtu kemur svo Tímarit Morgunblaðsins með 41,9 prósent lestur. Dagskráin er svo með 41,1 prósents lestur og Myndir mánaðarins með 34,1 prósent.

Vinsælasti þáttur Sjónvarpsins er Spaugstofan með 52,5 prósenta áhorf en þar á eftir koma fréttir, íþróttir og veður með 45,4 prósent. Kastljós Sjónvarpsins er með 38,1 prósents áhorf, töluvert meira en Ísland í dag sem í könnunarvikunni mældist með 13,8 prósent. Vinsælasti þátturinn á Stöð tvö eru fréttir með 30,5 prósenta áhorf, en svo kemur Idol-stjörnuleit með 28,3 prósent og Það var lagið með 22,5 prósenta áhorf. Vinsælustu þættirnir á Skjá einum eru CSI með 22 prósenta áhorf, Íslenski bachelorinn með 20,6 prósent og Allt í drasli með 18 prósenta áhorf. Vinsælustu þættirnir á nýju sjónvarpsstöðinni Sirkus eru Ástarfleyið og Veggfóður með 6,6 og 5,5 prósenta áhorf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×