Innlent

Áríðandi að fá niðurstöðu

Öryrkjabandalag Íslands sendir Úrskurðarnefnd almannatrygginga erindi á mánudaginn til að fá úr því skorið hvaða lög eigi að gilda um endurgreiðslu ofgreiddra örorkubóta og hvort niðurfelling á greiðslu bóta til um áttatíu öryrkja sé í lagi eða ekki.

Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, segist ekki vita hvenær niðurstaðan liggi fyrir en kveðst vonast til að það verði fljótlega í ljósi þess að Tryggingastofnun hefur þegar stöðvað greiðslurnar og því sé áríðandi að fá niðurstöðuna sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×