Innlent

Næsti leikur eftir tvær vikur

Heimir Örn Herbertsson, lög­maður Hannesar Hólmsteins Gissurar­sonar prófessors, lagði í gær fram greinar­gerð í Héraðs­dómi Reykja­víkur vegna máls hans og Jóns Ólafs­son­ar at­hafna­manns. Hannes freistar þess að fá endur­skoðaða fyrri ákvörðun héraðs­dóms um að heimila aðför að honum vegna skaðabóta sem hann var úti í Bretlandi dæmdur til að greiða Jóni.

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög­mað­ur Jóns, tók sér hálfs­mánaðar­frest til að skoða greinargerðina. Fyrr í mánuðinum var beiðni hennar um að þessu máli Hannesar yrði hafnað vísað frá dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×