Erlent

Páfi gekkst undir skurðaðgerð

Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. Páfi var í gær fluttur á sjúkrahús í annað sinn á innan við mánuði vegna öndunarerfiðleika. Það var til þess að vangaveltur um getu páfa til að gegna embætti sínu mögnuðust á nýjan leik. Sjálfur hefur hann þó ætíð sagst myndu gegna embætti sínu þar til drottinn kallar hann á brott af jörðu. Fá dæmi eru um afsagnir páfa og engin síðustu aldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×