Vaxtabætur skornar niður 17. apríl 2005 00:01 Við útreikning gjalda vegna skattframtals hafa komið upp dæmi þar sem vaxtabætur fólks lækka umtalsvert milli ára. Þar spilar meðal annars inn í breyting sem gerð var á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2003 en kemur nú til framkvæmdar og felst í því að vaxtagjöld geta nú ekki verið hærri en sem nemur 5,5 prósentum af skuldum, í stað 7 prósenta áður. Við næstu skattskil lækkar þetta hlutfall svo enn og verður 5 prósent. Vaxtabætur eru ákvarðaðar eftir einni af þremur leiðum, en ávallt valin lægsta tala. Litið er til krónutölu samkvæmt framtali, hlutfalls af eftirstöðvum skulda, eða hámarksupphæðar vaxtabóta. Þegar búið er að finna upphæð dragast frá 6 prósent af tekjuskattsstofni og samkvæmt gildandi skattalögum eru greidd út 95 prósent af vaxtabótunum. Í fyrra var þetta hlutfall 90 prósent, en fyrir þann tíma var sú viðbótarskerðing ekki til staðar. Ívar Guðmundsson, endurskoðandi hjá Deloitte, segir marga hluti hafa áhrif á hversu miklar vaxtabætur fólk fær greiddar. "Ég sé mörg svona dæmi og af ýmsum toga þar sem ólíkir hlutir hafa áhrif. Fólk fer upp í tekjum og eignum og fasteignamat rýkur upp meira en skuldir. Vaxtabætur skerðast við að hrein eign fer yfir ákveðin mörk og hef ég séð að sumt fólk missir vaxtabætur og hreina eiginin fer yfir mörkin. Þetta er því margslungið," segir hann og telur erfitt að átta sig á hversu mikil áhrif breytingin á endurgreiðslum sem hlutfall af skuldum hafi. "Við sem vinnum við þetta erum að sjá vaxtabætur ganga niður, en reyndar ekki hjá þeim sem eru í skuldasúpunni. Þar er sáralítil hreyfing, en þeir sem eru á mörkunum og voru í fyrra og hitteðfyrra að fá einhverja tugi þúsunda, detta núna allt í einu út." Þóra Margrét Þorgeirsdóttir sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Doloitte segir ekki hafa verið skoðuð sérstaklega áhrif á einstaklinga þegar farið var yfir skattalagabreytingafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún telur óvíst að heildarútgjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta hafi mikið breyst vegna breytingarinnar á greiðslum í hlutfalli við skuldir þó svo að einhver tilfærsla kunni að hafa orðið. Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Við útreikning gjalda vegna skattframtals hafa komið upp dæmi þar sem vaxtabætur fólks lækka umtalsvert milli ára. Þar spilar meðal annars inn í breyting sem gerð var á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2003 en kemur nú til framkvæmdar og felst í því að vaxtagjöld geta nú ekki verið hærri en sem nemur 5,5 prósentum af skuldum, í stað 7 prósenta áður. Við næstu skattskil lækkar þetta hlutfall svo enn og verður 5 prósent. Vaxtabætur eru ákvarðaðar eftir einni af þremur leiðum, en ávallt valin lægsta tala. Litið er til krónutölu samkvæmt framtali, hlutfalls af eftirstöðvum skulda, eða hámarksupphæðar vaxtabóta. Þegar búið er að finna upphæð dragast frá 6 prósent af tekjuskattsstofni og samkvæmt gildandi skattalögum eru greidd út 95 prósent af vaxtabótunum. Í fyrra var þetta hlutfall 90 prósent, en fyrir þann tíma var sú viðbótarskerðing ekki til staðar. Ívar Guðmundsson, endurskoðandi hjá Deloitte, segir marga hluti hafa áhrif á hversu miklar vaxtabætur fólk fær greiddar. "Ég sé mörg svona dæmi og af ýmsum toga þar sem ólíkir hlutir hafa áhrif. Fólk fer upp í tekjum og eignum og fasteignamat rýkur upp meira en skuldir. Vaxtabætur skerðast við að hrein eign fer yfir ákveðin mörk og hef ég séð að sumt fólk missir vaxtabætur og hreina eiginin fer yfir mörkin. Þetta er því margslungið," segir hann og telur erfitt að átta sig á hversu mikil áhrif breytingin á endurgreiðslum sem hlutfall af skuldum hafi. "Við sem vinnum við þetta erum að sjá vaxtabætur ganga niður, en reyndar ekki hjá þeim sem eru í skuldasúpunni. Þar er sáralítil hreyfing, en þeir sem eru á mörkunum og voru í fyrra og hitteðfyrra að fá einhverja tugi þúsunda, detta núna allt í einu út." Þóra Margrét Þorgeirsdóttir sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Doloitte segir ekki hafa verið skoðuð sérstaklega áhrif á einstaklinga þegar farið var yfir skattalagabreytingafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún telur óvíst að heildarútgjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta hafi mikið breyst vegna breytingarinnar á greiðslum í hlutfalli við skuldir þó svo að einhver tilfærsla kunni að hafa orðið.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira