Erlent

63 slasast í nautahlaupi á Spáni

Sextíu og þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega í árlegu nautahlaupi í bænum San Sebastian des los Reyes. Hlaupið er með sama sniði og nautahlaupið í Pamplona á Spáni þar sem mannýgum nautum er hleypt út á götur bæjarins innan um mannfjölda sem reynir að forða sér á hlaupum undan árásum nautanna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Spání, virðist sem mikill troðningur hafi myndast og fólk fallið á götuna og síðan lent undir 600 kíló nautunum þar sem þau hlupu um göturnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×