Loksins sigur hjá New York 14. nóvember 2005 12:00 Larry Brown gat andað léttar eftir sigurinn á Sacramento í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. New York lagði Sacramento 105-95. Channing Frye var stigahæstur hjá New York með 19 stig og Stephon Marbury var með 17, en Peja Stojakovic var með 31 stig fyrir Sacramento. Toronto er enn án sigurs eftir 126-121 tap í framlengingu fyrir Seattle Supersonics í nótt. Rashard Lewis skoraði 41 stig fyrir Seattle, en Mike James var með 36 fyrir Toronto. Boston vann góðan sigur á Houston 102-82, þar sem Raef LaFrentz fór á kostum og hitti öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og endaði með 32 stig, sem var með því hæsta sem hann hefur skorað á ferlinum. Stromile Swift skoraði 17 stig fyrir Houston. LeBron James varð yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 4000 stig á ferlinum þegar lið hans Cleveland lagði Orlando 108-100 í framlengingu í nótt. James skoraði 26 stig í leiknum, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 113-108. Allen Iverson skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Denver góðan sigur á Minnesota 103-91, en Denver var án Kenyon Martin í leiknum þar sem hann á við smávægileg hnémeiðsli að stríða. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver, en Wally Szcerbiak skoraði 20 fyrir Minnesota. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sjá meira
Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. New York lagði Sacramento 105-95. Channing Frye var stigahæstur hjá New York með 19 stig og Stephon Marbury var með 17, en Peja Stojakovic var með 31 stig fyrir Sacramento. Toronto er enn án sigurs eftir 126-121 tap í framlengingu fyrir Seattle Supersonics í nótt. Rashard Lewis skoraði 41 stig fyrir Seattle, en Mike James var með 36 fyrir Toronto. Boston vann góðan sigur á Houston 102-82, þar sem Raef LaFrentz fór á kostum og hitti öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og endaði með 32 stig, sem var með því hæsta sem hann hefur skorað á ferlinum. Stromile Swift skoraði 17 stig fyrir Houston. LeBron James varð yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 4000 stig á ferlinum þegar lið hans Cleveland lagði Orlando 108-100 í framlengingu í nótt. James skoraði 26 stig í leiknum, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 113-108. Allen Iverson skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Denver góðan sigur á Minnesota 103-91, en Denver var án Kenyon Martin í leiknum þar sem hann á við smávægileg hnémeiðsli að stríða. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver, en Wally Szcerbiak skoraði 20 fyrir Minnesota.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sjá meira